Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

HSS berast góðar gjafir
Miðvikudagur 23. desember 2009 kl. 09:10

HSS berast góðar gjafir


Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á marga velunnara sem hafa reynst stofnuninni afar vel í gegnum tíðina með framlögum til styrktar starfsemi hennar. Í síðustu viku var þar á ferð fulltrúar Lionessa í Keflavík sem færður líknar- og endurhæfingardeildinni 300 þúsund krónur. Einnig færði Sigrún Ólafsdóttir deildinni 100 þúsund krónur úr Minningarsjóði Vilhjálms Ketilssonar.

„Þessar gjafir eru okkur afar mikils virði og auðvelda okkur verulega að búa deildina vel út þannig að sjúklingar okkar og fjölskyldur þeirra mun líða vel í fallegu og heimilislegu umhverfi,“ segir á heimasíðu HSS þaðan sem meðfylgjandi mynd var fengin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024