Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 6. janúar 2000 kl. 13:48

HRÖKK Í KÚT ÁRSINS:

„Þú ert nú meiri refurinn“ Ökumaður ók á ljósastaur við Grindavíkurveg eftir að tófa hafði hlaupið yfir veginn og gert manninum skráveifu þannig að honum varð „fótaskortur á stýrinu“. Bílbeltin björguðu manninum en dráttarbíll sá um að koma ökutækinu á haugana. Ljósastaurinn stóðst áreksturinn en ljóskúpullinn lýsti tófunni leiðina út í náttmyrkrið. RIFRILDI ÁRSINS: Hér stóð bíó Félagsbíó skipti um eigendur á árinu og nýju eigendurnir voru vart búnið að ganga frá húsinu undir veturinn þegar Nóatún bankaði uppá og sagði: Hér viljum við inn. Milljónirnar tóku að streyma í kassa bónbræðara og bíósalurinn var rifinn. 3,5, 7, 9 og 11:15... BRÚÐKAUP ÁRSINS: New York New York Einsi okkar Júl. gekk í það heilaga á árinu og var brúðkaupið allt hið glæsilegasta, haldið í Boston í Bandaríkjunum. Einar gekk að eiga Luellu Cardos og sóttu 400 manns brúðkaupið. Okkar maður var á staðnum og var brúðkaupinu gert skil í Helgarblaði VF.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024