Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hressir krakkar úr Grindavík Íslandsmeistarar í Línudansi
Þriðjudagur 18. maí 2004 kl. 09:38

Hressir krakkar úr Grindavík Íslandsmeistarar í Línudansi

Nemendur í 4. Á í grunnskóla Grindavíkur urðu Íslandsmeistarar í flokki 7 til 12 ára í Línudansi á Íslandsmeistaramótinu í dansi sem fram fór í Laugardalshöll þann 1. maí sl. Alls tóku sjö hópar þátt í keppninni í þeirra aldursflokki.
Danskennarinn þeirra er Harpa Pálsdóttir og sagði hún í samtali við Víkurfréttir að krakkarnir hefðu staðið sig mjög vel í æfingum og í keppninni. „Krakkarnir æfðu línudans fyrir árshátíðina og í framhaldinu var ákveðið að við myndum fara á Íslandsmeistaramótið í dönsum. Þetta eru hæfileikaríkir krakkar sem hafa gaman af því að dansa,“ sagði Harpa en danskennsla er skylda í grunnskóla Grindavíkur. Kennari krakkanna er Ásrún Kristinsdóttir.

Myndirnar: Krakkarnir úr 4. Á með kúrekahattana á höfðinu í Laugardalshöllinni. Þessir krakkar eru Íslandsmeistarar í Línudansi í aldurshópnum 7 til 12 ára.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024