Hressar stelpur í Brennó
Ef einhver skyldi halda að brennibolti sé útdauð íþrótt þá er það misskilningur. Á lóð Myllubakkaskóla hefur hin göfuga íþrótt Brennó verið stundað kynslóð fram kynslóð og er stunduð þar enn. Á hverju fimmtudagskvöldi kl. 20 mæta þar 10 -12 hressar konur á öllum aldri til að skemmta sér við iðkun þessarar íþróttar. Þær hafa stofnað Brenniboltafélag Keflavíkur og vilja endilega bjóða fleiri konum að slást í hópinn en síðla sumars er stefnt á þátttöku í brenniboltamóti gegn Brenniboltafélagi Reykjavíkur og Brenniboltafélagi Hafnarfjarðar. Þær sem hafa áhuga þurfa bara að láta sjá sig á vellinum á fimmtudagskvöldum á tilsettum tíma.
Á ljósmyndavefnum hér á VF má sjá svipmyndir frá æfingu Brenniboltafélags Keflavíkur fyrir stuttu.
---
VFmynd/elg