Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hressandi salíbuna í aparólunni
Föstudagur 25. september 2015 kl. 09:37

Hressandi salíbuna í aparólunni

– Ungmennagarður í Grindavík tekur á sig mynd

Ungmennagarður, sem er afsprengi hugmynda- og undirbúningsvinnu Ungmennaráðs Grindavíkurbæjar, er að verða til á skólalóðinni á mótum Ása- og Víkurbrautar í Grindavík. Þar hefur m.a. verið sett upp svokölluð aparóla sem mörg grindvísk börn hafa lengi beðið eftir.

Þá er einnig búið að setja upp útigrill og skýli en meðal annarraa tækja sem verða í Ungmennagarðinum eru, sófaróla, minigolf, strandblak og trampólín körfuboltavöllur. Áfram verður unnið í uppbyggingu garðsins en í ár verður varið 6 milljónum í verkið en næstu tvö ár fara samtals 8 milljónir í framkvæmdir í ungmennagarðinum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hressa nemendur Grunnskóla Grindavíkur fá sér salíbunu í aparólunni. VF-mynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024