Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hressandi og uppbyggjandi að takast á við krefjandi nám
Laugardagur 29. desember 2012 kl. 07:10

Hressandi og uppbyggjandi að takast á við krefjandi nám

Þorsteinn Gunnarsson, upplýsinga- og þróunarfulltrúi Grindavíkurbæjar, segist löngu hættur að strengja áramótaheit. Hann reyni einfaldlega að gera betur á næsta ári en því síðasta. Víkurfréttir lögðu nokkrar spurningar fyrir Þorstein, sem á árinu tók mikla áskorun og hljóp Laugaveginn sl. sumar, 55 km. leið milli Landmannalauga og Þórsmerkur.

Hvað var eftirminnilegast á árinu 2012 á Suðurnesjum, innlendum vettvangi og í heimsfréttunum?
Á Suðurnesjum er það uppgangur í Grindavík á flestum sviðum eins og í ferðaþjónustu, sjávarútvegi, góð staða Grindavíkurbæjar, Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta var eftirminnilegur sem og sigurinn í Útsvari, meirihlutaskipti í bæjarstjórn og margt fleira. Af innlendum vettvangi eru það málefni Landeyjahafnar og Herjólfs ásamt pólitísku argaþrasi sem stendur upp úr í mínum huga og í heimsfréttunum eru það Ólympíuleikarnir.

En hjá þér persónulega?
Áframhaldandi uppbygging á andlegu og líkamlegu atgervi og svo var árið viðburðarríkt og skemmtilegt hjá fjölskyldunni á margvíslegan hátt. Það sem stendur upp úr hjá mér er þegar ég lét  gamlan draum rætast og hljóp Laugaveginn í sumar, 55 km leið frá Landmannalaugum í Þórsmörk. Þetta var mikil áskorun og mögnuð tilfinning að koma í mark en ég naut ekki síður undirbúningsins sem var langur og strangur. Þá skellti ég mér á skólabekk í haust eftir nokkurt í hlé, ég fór mastersnám í HR með vinnu og það hefur verið ansi hressandi og uppbyggjandi að takast á við svona krefjandi nám.  

Hver eru árámótaheit þín fyrir árið 2013?
Ég er löngu hættur að strengja áramótaheit. Ég reyni einfaldlega að gera enn betur á næsta ári í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur.

Á að sprengja mikið um áramótin?
Ég er frekar hófstilltur í þessu en tek engu að síður þátt. Ég nýt þess frekar að sjá nágrannana fara hamförum.

Hvernig á að verja áramótunum?
Í faðmi fjölskyldunnar.

Hvað er í matinn yfir áramótin?
Ljúffengt prótein og eðal grænmeti!
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024