Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hrekkjavaka í Innri-Njarðvík
Föstudagur 1. nóvember 2019 kl. 10:14

Hrekkjavaka í Innri-Njarðvík

Þrettándinn og hrekkjavakan eiga margt „hræðilega“ sameiginlegt. Sighvatur Jónsson kvikmyndagerðarmaður var með myndavélina á hrekkjavöku í Innri-Njarðvík í gærkvöldi. Íbúar þar leggja mikið á sig til að skapa stórkostlega umgjörð þar sem öskur og hlátur fara saman.

Sighvatur Jónsson, Geir Reynisson og Hrefna Díana Viðarsdóttir hafa unnið að heimildarmynd um þrettándann ásamt mörgum sem koma að undirbúningi þrettándagleði ÍBV í Vestmannaeyjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hátíðarhöld í Reykjanesbæ munu fá sinn sess í heimildarmyndinni um þrettándann í Eyjum. Þannig voru tröll sem þekkt eru úr Eyjum gestir á Ljósanótt í Reykjanesbæ fyrir um áratug.

Myndskeiðið úr Innri-Njarðvík er í spilara.

Með í fréttinni eru einnig myndir sem teknar voru annars staðar í bæjarfélaginu en Sigríður Sigurðardóttir tók þær.