Hreinsaðu veturinn af bílnum
Eldri nemendur í DansKompaní hafa verið í fjáröflun frá því fyrir áramót enda stendur til að hópurinn fari dansferð til London í lok maí. Núna um helgina milli klukkan 12-16 bæði laugardag og sunnudag ætlar hópurinn að þrífa bíla Suðurnesjamanna.
Tvær þvottaleiðir eru í boði:
1. Sápubón + tjöruhreinsir kr. 3.000
2. Alþrif: Sápubón + tjöruhreinsir + strokið af að innan + rusli hent + ryksugað + gluggar pússaðir ofl. kr.5.000
Skjót og skemmtileg þjónusta.
Í Nesprýði ská á móti DansKompaní, Aðkeyrsla frá Grófinni (Vesturbraut 10)
Mynd úr safni.