Hrafnkell Sigurðsson sýnir í Suðsuðvestur

Hrafnkell sýnir ný prentverk (einþrykk/monoprint) sem unnin eru sérstaklega fyrir þessa sýningu.
Hann segist gera myndir sem fjalla á vissan hátt um veru og/eða fjarveru mannslíkamans og þykir honum áhugavert að gera tilraunir á því að þrykkja verkin milliliða laust með líkamanum.
Áður hefur Hrafnkell unnið með ljósmyndir, innsetningar og vídeó en einna þekktastur er hann fyrir myndir af tjöldum sem prýddu símaskrár landsmanna árið 2004. Þess má geta að Hrafnkell tekur þátt í Paris Photo sýningu í Louvresafninu núna í nóvember. Sýningin stendur til 26.nóvember.
Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22, Reykjanesbæ. Opnunartími: föstudaga frá kl.16.-18. og um helgar frá kl.14.-17.30. nánari upplýsingar er hægt að finna á www.sudsudvestur.is
Meðfylgjandi mynd af Hrafnkeli tók Friðrik Örn ljósmyndari