Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hræðist siðblindingja
Laugardagur 19. maí 2018 kl. 06:00

Hræðist siðblindingja

Nafn: Sandra Ólafsdóttir.

Á hvaða braut ertu?
Ég er að útskrifast af fjölgreinabraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaðan ertu og aldur?
Ég er tvítug og er úr Keflavík.

Helsti kostur FS?
Það mun vera Birna Björg.

Hver eru þín áhugamál?
Ferðast, söngur og bækur.

Hvað hræðist þú mest?
Siðblindingja og að þurfa að fara út með ruslið.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Páll Orri, klárlega. Hann verður einn daginn að reyna að sannfæra mig að kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem formaður hans, ekki bara meðlimur. Hann hefur nú þegar æft sigurræðu sína. Verður gaman að sjá.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Kamilla Birta, hún fær mig alltaf til að skella upp úr.

Hvað sástu síðast í bíó?
Það er svo langt síðan að ég hef ekki glóru. Líklegast einhver ástardella.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Mér finnst vanta gömlu góða heimatilbúnu taco langlokurnar sem voru á busaárinu.

Hver er þinn helsti kostur?
Ég er skipulögð og samkvæm sjálfri mér.

Hvaða app er mest notað í símanum hjá þér?
Ætli Messenger og Instagram sigri ekki þá keppni. Kim Kardashian leikurinn kemur þó sterkur inn á eftir.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ég myndi slaka aðeins á beislinu sem stýrir stjórn nemendafélagsins.

Hvað heillar þig mest í fari fólks?
Gleði, húmor og létt lund.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Ég hef frábæra reynslu af félagslífinu. Það mættu fleiri taka þátt, en þetta er allt að mjakast í rétta átt! (Halló Grindvíkingar, hvar eruð þið?)

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
Ég er svolítið að reyna á þessa spurningu þessa dagana. Svarið er ekki að koma til mín, bara engan veginn.

Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum?
Garðskagi. Það er yndislegt að fara yfir í kyrrðina þar þegar margt er um að vera.

Hvað myndirðu kaupa þér ef þú ættir þúsundkall?
Ætli ég myndi ekki kaupa ís handa pabba. Hann á það til að röfla endalaust um að ég kaupi aldrei neitt handa honum.

Eftirlætis...
...kennari: Bagga, Anna Taylor og Lovísa.
...mottó: Vera alltaf á réttum tíma.
...sjónvarpsþættir: Hart of Dixie, mæli með.
...hljómsveit/tónlistarmaður: Þessa dagana er það Elton John.
...leikari: Sandra Bullock.
...hlutur: Sængin mín.