Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hræðist drauga en vill hangikjöts samlokur í mötuneytið
Sunnudagur 16. desember 2018 kl. 17:33

Hræðist drauga en vill hangikjöts samlokur í mötuneytið

Fótbolti er helsta áhugamálið og í augnablikinu stefnir hann á að fara í nám til Danmerkur en það er alltaf að breytast. Honum finnst vanta samlokur með hangikjötssalati í mötuneytið. Róbert Páll Arason er FSingur vikunnar en hann er 18 ára Sandgerðingur sem stundar nám á Fjölgreinabraut.

Hver er helsti kostur FS? Stundum er góður matur í mötuneytinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti.

Hvað hræðistu mest?  Drauga.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Davíð Snær Jóhannsson, því hann er líklegur til að fara út í atvinnumennsku í fótbolta.

Hver er fyndnastur í skólanum?  Arnar Smári.

Hvað sástu síðast í bíó?  Ég fór á Overlord með vini mínum því okkur leiddist á rúntinum.

Hver er helsti galli þinn?  Ég dett stundum út þegar verið er að útskýra eitthvað fyrir mér.

Hver er helsti kostur þinn?  Ég er mjög þolinmóður.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum?  Snapchat, Instagram og Netflix.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Breyta matartímanum í 45 mínútur og nestistíma í 25 mínútur.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Að vera ófeimin.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?  Það er mjög gott.

Hvert stefnirðu í framtíðinni? Í augnablikinu er stefnan að fara í háskóla í Danmörku að læra arkítektinn en það er alltaf að breytast.

Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum?  Það er lítil umferð.

Uppáhalds...

-kennari?: Bagga stærðfræðikennari.

-skólafag? Stærðfræði.

-sjónvarpsþættir? Suits.

-kvikmynd? Harry Potter.

-tónlistarmaður? Future.

-leikari? Adam Sandler.