Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hraðfréttamenn á sjóinn frá Grindavík
Þriðjudagur 4. október 2016 kl. 06:00

Hraðfréttamenn á sjóinn frá Grindavík

Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson, fyrrum umsjónarmenn Hraðfrétta á RÚV hafa ráðið sig sem háseta á frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 sem Þorbjörn í Grindavík gerir út. Frá þessu er greint í Fréttatímanum.

Skipið lætur úr höfn þann 25. október næstkomandi og verður ferðin tekin upp og sýnd á RÚV á næsta ári. Í Fréttatímanum segir að Fannar hafi farið einn túr á sjó þegar hann var tvítugur og þá legið í koju í tvo daga og lagað að deyja. Það mun það hafa farið mikið í taugarnar á Benedikt þegar Fannar rifjar þá tíma upp. Benedikt tók í fyrstu ekki vel í þá hugmynd að fara á sjóinn en lét svo til leiðast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024