Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hörkudugleg á aðfangadag
Mánudagur 26. desember 2011 kl. 13:11

Hörkudugleg á aðfangadag


Ein af mínum fyrstu jólaminningum er þegar einn jólasveinn sem var að koma með eitthvað gott í skóinn fyrir okkur systkinin varð fyrir því óhappi að gat kom á pokann hans og hann skildi eftir sig mikla sælgætisslóð út um allt hús og fyrir utan gluggann hjá okkur, þið getið ímyndað ykkur gleðina þegar við vöknuðum, segir Tinna Kristjánsdóttir sem svarar nokkrum spurningum í Jóla hvað?

Jólahefðir hjá þér?
Ég ólst upp við það að það mátti ekki kveikja á jólatrénu fyrr en jólaklukkurnar fóru að hljóma í útvarpinu á slaginu 6 á aðfangadag og ég held fast í þá hefð. Það er eitthvað svo mikill sjarmur við þetta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar?
Ég er hörkudugleg á aðfangadag.

Jólamyndin?
Það er Grinch og Polar Express.

Jólatónlistin?
Ég elska jóladiskinn með Borgardætrum og Frostrósirnar, þær klikka aldrei.

Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Ég versla aðallega jólagjafirnar í ár á vefverslunum og svo voru nokkar keyptar erlendis.

Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Já, ég kem úr mjög stórri fjölskyldu þannig að það þarf að versla svolítið af gjöfum, held að þetta séu 18 gjafir.

Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Nei ég er nú ekkert vanaföst endilega en það er alltaf sama rútínan sem fer í gang á aðfangadag.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Besta jólagjöfin sem ég hef fengið er frá Kristjáni syni mínum. Hann gaf okkur handafarið sitt sem hann bjó til í leikskólanum.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur! Hann klikkar aldrei.

Eftirminnilegustu jólin?
Það eru fyrstu jólin sem ég hélt með manninum mínum og syni. Bestu jól í heimi.

Hvað langar þig í jólagjöf?
Ég þrái ekkert heitar en að fá nýja úlpu.