Horfir á klassísku jólamyndirnar með litla bróður
Hvað ætlar þú að gera það sem eftir lifir desembermánaðar?
„Ég ætla njóta með fjölskyldunni, klára loksins bókina sem ég byrjaði á í sumar og slaka á.“
Hvað finnst þér það besta við þennan tíma?
„Það besta við jólin er þegar prófin eru búin og maður þarf ekki pæla í neinum lærdómi.“
Hver er þín uppáhaldsjólahefð?
„Uppáhalds hefðin mín er að horfa á klassísku jólamyndirnar, þá sérstaklega Grinch, með yngri bróður mínum og borða jólamat.“
Ætlar þú að láta gott af þér leiða í desember? Ef svo er, hvernig?
„Ég hafði í rauninni ekki pælt í því, eins slæmt og það hljómar, en þar sem þú spyrð þá finn ég einhvað til að gefa af mér.“
Fyrir hvað ertu þakklát/ur?
„Ég er annars mjög þakklát fyrir mína nánustu, kallinn minn og fjölskylduna mína.“