Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Horfðum á öll leikföngin í búðarglugganum
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
laugardaginn 21. desember 2019 kl. 07:06

Horfðum á öll leikföngin í búðarglugganum

segir Valgerður María Guðjónsdóttir, Grindavík

„Við vorum voða fátæk en samt var alltaf lagt mikið upp úr jólum,“ segir Valgerður María Guðjónsdóttir í Grindavík. „Ég ólst upp í Reykjavík, fæddist árið 1928 og átti heima á Laugavegi 33A en þar leigðum við af móðurbróður mínum þrönga íbúð undir súð. Ég var alltaf send í sveit á sumrin frá fjögurra ára aldri. Heima hjá okkur var rafmagn nýkomið og kalt vatn í krana. En til þess að fara á klósett þá þurftum við að fara út á Vatnsstíg, í kjallarann þar. Við vorum þrjú systkini.“

Við systurnar fengum saman þessa jólagjöf

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það var mikil dótabúð á Laugavegi 25 sem Kristinn Einarsson átti ásamt danskri eiginkonu sinni. Þangað fórum við systurnar og horfðum á öll leikföngin sem stillt var út í glugga. Þetta voru allskonar mjög falleg leikföng, brúður og bílar. Ég man eftir grænu dúkkusófasetti sem var rosalega flott sem við systurnar fengum svo saman í jólagjöf. Annars fékk maður ekki margar jólagjafir, fékk bækur, man eftir að hafa fengið Rökkursögur á aðfangadag. Við vorum þvegin oft á ári og fengum alltaf ný föt sem mamma saumaði. Við vorum fljótlega með smíðað jólatré og vöfðum pappír á greinarnar. Aðfangadagur var heilagur og farið í kirkju á jóladag. Það var hangikjöt á jóladag en man ekki eftir kjöti á aðfangadag. Pabbi spásseraði alltaf með okkur niður á höfn þessa jóladaga.“