Horfði öfundaraugum á Framúrskarandi tertu
Þrjátíu og átta af 385 Framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi á nýbirtum lista Creditinfo eru staðsett á Suðurnesjum, eða tæplega 4,5 prósent heildarfjöldans. Þeim er boðið á athöfn í Hörpu og mynd tekin í leiðinni en sjá má myndir frá nokkrum aðilum á Suðurnesjum á vef Creditinfo á Íslandi og hér í fréttinni.
Þá hefur Íslandsbanki sent fyrirtækjum sem eru í viðskiptum hjá honum tertu í tilefni þess að vera Framúrskarandi fyrirtæki. VF fékk þessa skemmtilegu mynd sem sjá má hér að ofan af nokkrum eigendum IceGroup í Reykjanesbæ rétt áður en þau réðust á Íslandsbankatertuna. Svipur hundsins er magnaður eins og sjá má á myndinni. Fékk hann bita?
Hér má sjá fleiri myndir af Suðurnesjafólki sem ljósmyndari Creditinfo smellti af á afhendingunni.
Rúnar Helgason t.h. og Þorfinnur Gunnlaugsson, eigendur Lagnaþjónustu Suðurnesja.
Stjórnendur og eigendur SI Raflagna í Garðinum, f.v. Guðlaug, Elías, Kristín og Sigurður, Jóna og Ólafur.
Agnes Alda Gylfadóttir Helena Sandra Antonsdóttir hjá Einhamar í Grindaík brostu breitt með viðurkenningarskjalið.
Þórður Magni Kjartansson tók við viðurkenningunni fyrir hönd Fiskmarkaðar Suðurnesja.
Hjónin Guðrún Hildur og Gunnar Örlygsson, eigendur IceMar.
Hjörleifur Stefánsson, Reynir Ólafsson og Jón Ragnar Reynisson hjá Nesraf.