Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Hópur Keflvíkinga á EM kvenna
  • Hópur Keflvíkinga á EM kvenna
Fimmtudagur 20. júlí 2017 kl. 10:45

Hópur Keflvíkinga á EM kvenna

- „Erum eins og ein stór fjölskylda,“ segir Petra Lind

Nú er EM kvenna í fullum gangi í Hollandi og fjöldi Suðurnesjamanna mættir á svæðið og þar á meðal hópur frá Keflavík. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, er í stuðningsmannahóp Íslands ásamt nokkrum leikmönnum liðsins. Í hópnum eru einnig nokkrir úr kvennaráði meistaraflokks Keflavíkur.

Að sögn Petru Lindar Einarsdóttur, einnar úr hópnum, er stemningin gríðarlega góð þrátt fyrir tapið í fyrsta leik. „Það var mögnuð stemming á þriðjudeginum, þvílík gleði og stolt og allir í bláum treyjum eins og ein stór fjölskylda. Við ætlum líka að mæta snemma á laugardaginn og vera með í stemmingunni,“ sagði Petra Lind.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024