Hópmyndatakan sem fór í sturtu! - myndir
Myndataka Víkurfrétta með meistaraflokki karla í Keflavík fór heldur betur í vaskinn eða eigum við að segja að myndatakan hafi farið í sturtu? Eftir að stillt hafði verið upp í hópmyndina fór hið fullkomna vökvunarkerfi á knattspyrnuvellinum við Hringbraut að sýna hvað það getur. Bunan varð svo kröftug að hún sendi nær allt liðið í sturtu þegar fyrstu myndunum var smellt af - eins og sjá má á meðfylgjandi myndum Hilmars Braga.