Mánudagur 20. maí 2013 kl. 08:04
Holtaskóli enn á sigurbraut
Grunnskólamót Reykjanesbæjar í körfubolta drengja var haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut á dögunum. Lið Holtaskóla stóð uppi sem sigurvegari á mótinu en úrslit liðsins voru eftirfarandi: Holtaskóli gegn Heiðarskóla 22-12 og Holtaskóli gegn Njarðvíkurskóla 17-12.