Hollvinir Unu í Útskálakirkju í kvöld
– Styrktartónleikar Hollvinafélags Unu Guðmundsdóttur
Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur heldur skemmtun í Útskálakirkju í kvöld, mánudaginn 15. desember nk. til styrktar húsi Unu, Sjólyst í Garði. Húsið hefur verið opið um helgar tvö undanfarin sumur og margir komið í heimsókn og átt þar notalegar stundir. Í undirbúningi er að koma húsinu í sem upprunalegast horf og hafa þar opið áfram um helgar.
Tónleikarnir hefjast að loknum aðalfundi félagsins sem hefst kl. 20:00 en tónleikarnir byrja kl. 21:00 – Hollvinir eru hvattir til að mæta á aðalfundinn.
Þau sem koma fram eru:
Eivör Pálsdóttir, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Hilmar Örn Hilmarsson, Páll Guðmundsson frá Húsafelli, Birna Rúnarsdóttir og Jónína Einarsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir og Anna Hulda Júlíusdóttir. Miðasala við innganginn og allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.