Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hollur millibiti
Laugardagur 3. mars 2012 kl. 07:21

Hollur millibiti

Dagleg vellíðan, orka og úthald byggir að miklu leyti á því hvaða fæðu við setjum ofan í okkur. Mataræðið hefur mun meiri áhrif en okkur grunar og er mjög stór þáttur í heilsufari okkar. Næringarrík fæða getur m.a. stuðlað að bættum svefni, skýrari hugsun, betra skapi og aukinni afkastagetu yfir daginn. Að snarla á hollum millibitum heldur blóðsykrinum í jafnvægi og gefur okkur jafna orku til að takast á við verkefni dagsins. Einnig erum við að koma í veg fyrir slæmar ákvarðanir í fæðuvali ef við pössum okkur að borða reglulega yfir daginn. Hér eru nokkrar hugmyndir að hollum millibitum sem hægt er að grípa í með lítilli fyrirhöfn heima fyrir eða í vinnunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Epli með lífrænu hnetusmjöri.
Grísk jógúrt með bláberjum.
Þurrkaðir ávextir og hnetur.
Sellerístöngar með lífrænu möndlusmjöri.
Ferskar grænar sykurbaunir.
Hrökkbrauð með kotasælu og papriku.
Gulrætur og hnúðkál í strimlum dýft í hummus.
Kókósflögur, goji ber og kasjúhnetur.
Kirsuberjatómatar, soðið egg
Möndlur, rúsínur, söl.

Heilsukveðja,
Ásdís grasalæknir.