Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 26. júní 2007 kl. 17:41

Hollenskir blúsarar í Keflavík

Á sunnudaginn næstkomandi verður hollenska blúshljómsveitin Seán Walsh Band stödd í keflavík og ætla að halda dúndrandi blús tónleika á Paddy´s.

Þeir eru staddir hér á landi til að taka þátt í blúshátíðinni á Ólafsfirði á föstudaginn og einnig munu þeir spila á tónlistarhátíð á Egilsstöðum á laugardaginn en ákváðu að bæta við einum tónleikum til viðbótar sem verður á Paddy´s á sunnudagskvöld kl. 22:00. og er vakin athygli á því að frítt er inn á þennan einstaka atburð.

Að sögn Seán Walsh forsprakka sveitarinnar getur hann lofað sveittri blússtemmningu og miklu fjöri á sunnudaginn og hlakkar hann mikið til að spila fyrir Suðurnesjamenn. Seán Walsh Band gaf út sinn fyrsta geisladisk í fyrra sem nefnist Velvet sessions og er hann búinn að fá frábæra dóma og er bandið búið að vera túra um heiminn til að fylgja honum eftir.

Áhugasömum er bent á að fara á heimasíðu hljómsveitarinnar: www.seanwalshband.com
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024