Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hollari sörur
Fimmtudagur 4. desember 2014 kl. 09:34

Hollari sörur

Ég er alin upp við að fá sörur á jólunum og eins og sumir vita þá tilheyri ég stórri bakarísætt þar sem kökur og sætabrauð eru í hávegum höfð þegar fjölskyldan kemur saman. Undanfarin ár höfum við mamma gert sörur saman og við höfum prófað að gera aðeins hollari útgáfu af sörum því okkur þykir þær svo góðar og svo eru þær auðvitað ómissandi hluti af jólunum að mínu mati. Fyrsti í aðventu er framundan og því tilvalið að byrja jólabaksturinn og fá kökuilminn í eldhúsið. Ég fann mjög góða uppskrift af sörum sem mig langar að deila með ykkur en uppskriftin er fengin frá www.disukokur.is.  Njótið...

Botn:
3 eggjahvítur (við stofuhita)
1 dl Sukrin melis (sætuefni)
70 g möndlumjöl
10 dr stevía dropar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

    •    Eggjahvíta, sukrin og stevia þeytt saman þar til stíft. Svo er möndlumjöli bætt varlega saman við og blandað með sleif. Sett á bökunarpappír með skeið, eða setja í sprautupoka og sprauta. Uppskriftin en ca 20 stk. Sett í ofn sem er 130°C (ekki með blæstri) og bakað í 40 mín.

Krem:
1 dl Sukrin melis
2 eggjarauður
8 dr stevía dropar
100 g mjúkt smjör
2 tsk instant kaffi
2 tsk kakó

    •    Öllu blandað vel saman. Kremið er sett á kökunar þegar þær eru orðnar kaldar. Gott að nota skeið og gera ‘fjall’ úr kreminu. Kökurnar settar í frysti og svo þegar krem orðið kalt þá bara dýfa kökunum ofan í brætt súkkulaði en gott er að nota lífrænt 70% súkkulaði (t.d. Rapunzel, Balance eða Viviani).

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.facebook.com/grasalaeknir
www.instagram.com/asdisgrasa