Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Höldum lítið Hannah ættarmót
Föstudagur 4. ágúst 2017 kl. 17:00

Höldum lítið Hannah ættarmót

Rúnar Ingi Hannah svarar verslunarmannahelgarspurningum VF

Rúnar Ingi Hannah
 
Hvert á að fara um verslunarmannahelgina í ár?
Flúðir í bústað foreldra minna.
 
Með hverjum á að fara?
Við þrír bræðurnir ásamt konum og börnum ætlum að veita foreldrum okkar þá ánægju leyfa þeim að elda og stjana við öll sín börn, tengdabörn og barnabörn. Svo verður lítið Hannah ættarmót á laugardeginum svo fjöldinn verður frá 15-30. Sumir stoppa bara nokkra klukkutíma.
 
Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að fara um verslunarmannahelgina?
Veðrið fær ekkert að ráða. En það klikkar sjaldan á Flúðum.  Skiptir litlu máli hvort maður drekki verslunarmannahelgar-bjórinn úti í sól eða inni í rigningu.
 
Hvert hefur þú farið um verslunarmannahelgi síðustu ár?
Þetta verður 10. árið í röð sem við förum í bústað foreldrana. Við getum ekki gert mömmu það að fara eitthvað annað.
 
Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar?
Í sumar hafa einu ferðirnar verið í bústað og í Costco en það er soldið eins og fara til útlanda. Svo fer ég reglulega á mótorhjólið mitt styttri ferðir. Mótorhjólið heldur mér svona ungum.
 
Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu í sumarbústað eða í ferðavagna?
Ef við förum eitthvað þá er það í bústaðinn eða erlendis.  Á ekki ferðavagn og hef aldrei átt.
 
Hefur þú verið heppinn með veður á ferðalögum þínum í sumar?
Ég er með svo mikla sól í hjarta að það er alltaf gott veður þar sem ég fer.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024