Höfðinglegar mótttökur á Höfn
Hallarnir fengu fremur blautan dag í gær á fjórða degi hringferðar þeirra um landið. Halli Hreggviðs brá sér í regngallann og straujaði 133km á rúmum sex klukktímum. Félagi hans, Haraldur Helgason fylgdi honum að sjálfsögðu á þjónustubílnum. Ferðin í gær endaði á Höfn í Hornafirði þar sem Lionsfélagar tóku höfðinglega á móti Höllunum.
Sem kunnugt er safna þeir félagar áheitum til styrktar krabbameinssjúkum börnum en verkefnið er á vegum Lionsklúbbs Njarðvíkur.
Facebooksíða „Hjólað til heilla” er hér
Símanúmer söfnunarinnar er 901-5010
þá dragast 1000,- af símareikningnum
Styrktarreikningur:
1109-05-412828
kt. 440269-6489