Höfðingjar heim að sækja
Grindvíkingar eru höfðingjar heim að sækja. Þeir héldu sína bæjarhátíð um liðna helgi þegar um 15.000 manns mættu á hátíðna Sjóarinn síkáti í Grindavík. Myndatökumaður Víkurfrétta var þar með upptökuvélina og fangaði stemmninguna á myndband. Það myndband er nú komið í Sjónvarp Víkurfrétta hér á vf.is
Einnig var stór og mikil grillveisla í Grindavík um sjómannahelgina þar sem bjórverksmiðjan sem framleiðir Kalda bauð til veislu. Tvö lömb voru grilluð í heilu lagi og boðið upp á meðlæti og drykkjarföng frá Kalda. Það var Issi kokkur í Grindavík sem sá um matreiðsluna. Myndband frá grillveislunni er komið í Sjónvarp Víkurfrétta hér á vf.is