Hóf til heiðurs Grími Karlssyni
Hóf til heiðurs Grími Karlssyni var haldið á vegum Reykjanesbæjar á föstudaginn í tilefni þess að Grímur var nýlega sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Orðuna hlaut Grímur fyrir smíði báta- og skipslíkana og þótti því við hæfi að halda hófið í Bátasafninu í Duushúsum.
Grímur, sem er fyrrverandi skipstjóri, hefur um árafjöld smíðað ógrynni líkana af íslenskum fiskiskipum og þar með stuðlað að varðveislu útgerðarsögu landsins.
Svipmyndir frá heiðurshófinu má sjá á ljósmyndavef Víkurfrétta.
VFmynd/elg - Grímur Karlsson ásamt Árna Sigfússyni, bæjarstjóra.