Hobbitafjör á Paddy´s
Hobbitarnir Óli Þór og Hlynur halda uppi fjörinu á Paddy´s í Reykjanesbæ um helgina. Stemmningin hefst um miðnætti bæði kvöldin en þeir félagar eru þekktir fyrir allt annað en ládeyðu.
Lítið reyndi á tónlistarhæfileika Hobbitanna í Hringadróttinssögu en Hobbitarnir sem verða á Paddy´s um helgina sérhæfa sig í meðferð strengjabretta.