HM stemmning í mörgum fyrirtækjum á Suðurnesjum
- sendið okkur myndir!
Það er víða HM stemmning á Suðurnesjum og margir sem klæðast íslenskum búningum í tilefni stærsta knattspyrnumóts í heimi með Ísland innanborðs.
Starfsmenn Keilis á Ásbrú tóku þetta alla leið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og einnig starfsmenn í passaútgáfu Isavia á Keflavíkurflugvelli.
En það eru örugglega fleiri í stuði og við viljum endilega fá myndir frá því. Sendið okkur á [email protected]!
En það eru örugglega fleiri í stuði og við viljum endilega fá myndir frá því. Sendið okkur á [email protected]!
Góðvinur okkar Rúnar Hannah með starfsfélögum sínum í stemmningu.