Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hlynur Pálsson heldur myndlistarsýningu á Sandgerðisdögum
Miðvikudagur 3. ágúst 2005 kl. 14:59

Hlynur Pálsson heldur myndlistarsýningu á Sandgerðisdögum

Hlynur Pálsson heldur myndlistarsýningu byggða á tribalmynstri í Fræðasetrinu á Sandgerðisdögum. Hlynur hefur áður sýnt verk eftir sig á þessari hátíð en verk hans nú eru mjög ólík hans fyrri verkum en áður hafði hann unnið með landslagsmyndir.

„Hugmyndin að þessari sýningu vaknaði þegar ég sá að unga fólkið vera að húðflúra sig með svipuðum myndum og ég er að fást við. Ég hugsaði með mér að það hlyti að vera betra ef þau hefðu bara myndirnar upp á vegg fremur en að sitja uppi með myndirnar alla ævi.“

Helmingur ágóðans af sýningunni rennur til langveikra barna.  Sýningin verður opin frá föstudegi til sunnudags.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024