Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hlutu Hvatningarverðlaun fyrir uppfærslu á söngleikjum
Fimmtudagur 12. júní 2008 kl. 10:11

Hlutu Hvatningarverðlaun fyrir uppfærslu á söngleikjum

Hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Reykjanesbæjar 2008 voru veitt við formlega athöfn í gær. Verðlaunin hlutu þær Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, Íris Dröfn Halldórsdóttir og Gunnheiður Kjartansdóttir fyrir uppfærslu á söngleikjum í grunnskólum.

Hvatningarverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í Reykjanesbæ í gær en markmið þeirra er að vekja athygli á gróskumiklu starfi skólanna og stuðla að nýbreytni og þróunarstarfi. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu nemenda og foreldra og staðfesting á því að skólinn sé fyrirmynd annara á því sviði sem um ræðir.

Alls bárust 24 tilnefningar um 22 verkefni en hægt var að tilnefna einstaka kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskólum og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Sérstakar viðurkenningar hlutu Guðrún Sigurðardóttir aðstoðarleikskólakennari á Gimli fyrir einstakt samstarf við nemendur og Geirþrúður F. bogadóttir fyrir brauðryðjendastarf í tónlistarkennslu í leikskólum Reykjanesbæjar.

Verðlaunahafar fengu að launum peningastyrk og verðlaunagrip sem unnin var af glersmiðjunni Iceglass í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024