Hlupu 1600 hringi!
Nemendur í Njarðvíkurskóla hlaupu í gær um 1600 hringi kringum skrúðgarðinn í Njarðvík til styrktar skólabróður sínum Guðmundi Þór Jóhannssyni og fjölskyldu hans. Guðmundur, sem er í 8. bekk, greindist með krabbamein í lifur í ársbyrjun. Hann hefur síðan þá verið í lyfjameðferð og ekki getað stundað skólann.
Ekki er enn komið á hreint hversu mikið hefur safnast í áheitum en viðbrögð hafa verið með ágætum hjá þeim sem leitað var til. Allir nemendur skólans og starfsmenn tóku þátt í hlaupinu
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur í Sparisjóðnum til þess að létta undir með Guðmundi og fjölskyldu hans. Reikningsnúmerið er 1191-05-401825 og kennitalan 180195-3789.
Nokkrar svipmyndir frá hlaupinu eru komnar inn á ljósmyndavefinn hér á VF.
----
VFmynd/elg.