Hljómsveitin Von á N1-bar á laugardag
Hljómsveitin Von mun skemmta Suðurnesjamönnum á N1-bar nk. laugardagskvöld, 20. júlí. Von er nýjasta „ballhljómsveitin“ á klakanum og á m.a. sumarsmellinn „Þú gafst mér líf“. Einnig mun hrappur.is verða á svæðinu og því er eins gott að fólk hegði sér vel.Skemmtanalífið á Suðurnesjum hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir í sumar en á því verður væntanlega breyting á næstunni með ýmsum þekktum hljómsveitum.