Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hljómsveitin: Sweet Sins
Mánudagur 7. nóvember 2005 kl. 12:00

Hljómsveitin: Sweet Sins

Hvað heita hljómsveitarmeðlimirnir og á hvað spila þeir?
Alla (söngur,gítar), Valli (bassi), Steini (trommur) og Eyrún (gítar)


Hvenær og hvernig var hljómsveitin stofnuð?
Þetta byrjaði um jólin 2004 í jólaboði, þegar ég (Eyrún) og Alla hittumst aftur eftir langan tíma. Þá fórum við að spila saman og það gekk bara svo vel að okkur langaði að gera meira, þá ákváðum við að stofna lítinn dúett. Svo kynntumst við snillingunum Steina og Valla, þannig nú má segja að við séum hljómsveit. :D


Hvaðan kemur nafnið Sweet Sins?
Hmmm. Það er hálf ruglingslegt. Við vorum í vafa hvað við ættum að kalla okkur, svo að við kíktum í bók sem heitir ,,Íslensk orðsnilld” og þar var einhverstaðar talað um ljúfar syndir. Okkur fannst þetta svolítið flott, því synd er yfirleitt ekki ljúf.


Hafið þið sér æfingahúsnæði?
Nei, ekki eins og er. En pabbi minn (Eyrúnar) hefur verið duglegur að redda okkur húsnæðum þegar við erum í algjöru hallæri. T.d. höfum við fengið að æfa í stjórnstöð Landsvirkjunnar í ráðstefnusalnum, sem er kúl.


Æfið þið oft?
Við reynum að hittast eins oft og við getum, en það getur stundum verið erfitt, því við erum öll í skóla. Og svo komum við líka úr öllum áttum, Alla býr í Keflavík, Steini og Valli í Grafarvoginum og Eyrún í Hafnarfirðinum. Núna seinustu daga höfum við verið að æfa 2.-3. í viku, en svo smá pásur á milli.


Hafið þið spilað á mörgum stöðum?
Við komum fyrst fram saman (þá Eyrún og Alla) á árshátíð Iðnskólans í Hafnarfirði á    Broadway, (samt ekki á stóra sviðinu), síðan spiluðum við á bindindismóti í Galtalæk í sumar og það var fyrsta skiptið sem við spiluðum með Steina (hann stóð sig eins og hetja), svo spiluðum við á Gauknum og það var fyrsta skiptið með Valla, og það gekk frábærlega.  Svo höfum við líka spilað í TÞM (tónlistar-þróunar-miðstöðin í Reykjavík) sem er snilld, hún styður gjörsamlega við bakið á hljómsveitum og ungu tónlistar fólki sem eru að reyna að koma sér á framfæri.


Hvernig hefur gengið að spila?
Það hefur gengið rosalega vel, mikið að gera. Tókum nýlega þátt í lagakeppni sem haldin var á Gauknum núna 15. okt. Okkur gekk ótrúlega vel í henni, unnum þó ekki. En við lítum samt á þetta sem heiður að fá að hafa fengið að vera með, skemmtileg reynsla og upplifun ;)


Er erfitt að fá að spila (komast að) á einhvers konar böllum/hátíðum?
Nei og já. Við höfum spilað á böllum (bara sem atriði) , en þar sem við erum  hljómsveit sem spilar bara frumsamin lög þá er ekkert vinsælt að við höldum uppi balli. En að fá að spila á tónleikum er mun auðveldara, en ég segi samt ekki að það sé auðvelt. Maður verður bara láta vaða en ekki bíða eftir því að hlutirnir komi upp í hendurnar á manni, þannig gerist ekkert. Þ.e.a.s. að fara á staði, t.d. kaffihús, bari, tþm, gamla bókasafnið í Hafnarfirði og spurja hvort það sé möguleiki á að fá að halda tónleika eða fá að spila nokkur lög. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Hvernig hefur ykkur verið tekið?
Bara misvel held ég, við neyðum náttúrulega engan til þess að líka við okkur. Við höfum verið að fá skemmtileg viðbrögð frá fólki sem hefur skrifað í gestabókina á heimasíðunni okkar, eða blogg síðunni okkar.


Hvert stefnið þið í famtíðinni með hljómsveitina?
Okkur langar til að gefa út plötu, gera einhvað stórt. En það vantar pening. Við eigum efni í plötu sem við erum hægt og rólega að fullvinna. Svo er bara að finna út hvernig við getum fjármagnað stúdíótíma o.fl.


Eitthvað að lokum?
Já, ef þú sem ert að lesa þetta, langar að gefa úr plötuna okkar hafðu þá samand ;) Og þið getið hlustað á lögin okkar á www.rokk.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024