Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hljómsveitarkynning: ExEm
Föstudagur 30. september 2005 kl. 16:43

Hljómsveitarkynning: ExEm

1. Hvað heita hljómsveitarmeðlimirnir?
Andri - Trommur, Steindór - Gítar/Söngur, Kristjón - Bassi/Söngur, Bjarni Reyr - Gítar, Bjarni Ben - Saxafónn.
2. Hvenær og hvernig var hljómsveitin stofnuð?
Fyrst voru Steindór og Kristjón alltaf að leika sér að spila bara tveir, svo kom Andri inn í, það var svona eikkað um 15.nóv. Síðan bara fyrir nokkrum vikum komu Bjarni og Bjarni inn í. Það er bara gaman að spila á hljóðfæri.
3. Hvaðan kemur nafnið ExEm?
Steindór og Kristjón voru í sundi og Kristjón horfði á rassinn á Steindóri og þá fundu þeir uppá nafninu ExEm.
4. Hafið þið sér æfingahúsnæði?
Nei ekki ennþá...Við spilum bara  í bílskúrnum hjá Andra en þetta er allt í vinnslu!
5. Æfið þið oft?
Jaa... bara misjafnt.
6. Hafið þið spilað á mörgum stöðum?
Nee...bara fjörheimum, stapanum og skólanum. En við erum að fara að spila í 88húsinu á næstunni.
7. Er erfitt að fá að spila á einhvers konar böllum/hátíðum?
Nei, það er ekki erfitt, eða allaveganna höfum við ekki lent í því að það sé eitthvað erfitt.
8. Nú unnuð þið hljómsveitakeppni Fjörheima. Var mikil samkeppni?
Nei, það var ekki mikil samkeppni. Það voru bara þrjár hljómsveitir. Fyrsta bandið var Typpi sem höfðu aldrei spilað áður, svo voru einhverjir að rappa og svo voru það við.
9. Hvernig gekk ykkur að spila?
Bara svona ágætlega.
10. Semjið þið lögin ykkar sjálfir?
Já, en tökum líka lög eftir aðra.
11. Hvernig komið þið ykkur á framfæri?
Bara tölum við fólk.
12. Hvert stefnið þið í famtíðinni með hljómsveitina?
Eins langt og við getum! Ekkert sérstakt.
13. Eitthvað að lokum?
Ég elska þig mamma!!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024