Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hljómsveit Sigmars fylgir eftir nýútkominni hljómplötu í Bergi
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 12. september 2024 kl. 10:35

Hljómsveit Sigmars fylgir eftir nýútkominni hljómplötu í Bergi

Bassaleikarinn og tónskáldið Sigmar Þór Matthíasson, ásamt hljómsveit, mun koma fram á Tónleikaröð Ellýjar í kvöld, fimmtudaginn 12. september, og leika frumsamda tónlist Sigmars í Bergi, Hljómahöll (gengið inn í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar).

Á tónleikunum verða flutt lög af nýútgefinni plötu hljómsveitarinnar, Uneven Equator, sem kom út í lok ágústmánaðar og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hljómsveitina skipa:

Ásgeir Ásgeirsson (oud)
Haukur Gröndal (klarinett)
Ingi Bjarni Skúlason (píanó)
Magnús Trygvason Eliassen (trommur)
Sigmar Þór Matthíasson (kontrabassi og tónsmíðar)


Nánari upplýsingar um tónleikana á jazz.is

Enginn aðgangseyrir á viðburðinn og öll velkomin.

Tónleikaröð Ellýjar er verkefni sem Tónlistarfélagið Ellý stendur fyrir en það er félagsskapur áhugafólks með það markmið að standa fyrir reglulegum tónlistaruppákomum í Reykjanesbæ með aðaláherslu á innlenda djasstónlist.

Tónleikaröð Ellýjar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarsjóði Reykjanesbæjar, Reykjanesapóteki og HS Orku í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Bókasafn Reykjanesbæjar.