Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hljómskálinn kemur út á CD og DVD
Aðstandendur Hljómskálans.
Mánudagur 16. júlí 2012 kl. 16:02

Hljómskálinn kemur út á CD og DVD

Það má með sanni segja að Hljómskálinn, sjónvarpsþáttur þeirra Sigtryggs Baldurssonar, Braga Valdimars Skúlasonar og Keflvíkingsins Guðmundar Kristins Jónssonar hafi slegið í gegn. Þeir félagar hafa lagt á það ríka áherslu strax frá upphafi framleiðslu þáttanna að Hljómskálinn væri vettvangur fyrir nýja íslenska tónlist og sá metnaður hefur skilað sér vel.

Hljómskálinn er nú að koma út á CD og DVD. Á þessari útgáfu, sem kemur í verslanir á morgun, er að finna 15 lög sem öll eiga það sammerkt að hafa verið hljóðrituð fyrir Hljómskálann, velflest frumsamin og einnig velflest afrakstur samstarfs tveggja ólíkra tónlistarflytjenda í senn. Mörg þessara laga hafa notið mikilla vinsælda í kjölfar sýninga þáttanna og setið í hæstu hæðum vinsældalista.
 
Öll sömu lög er svo að finna á DVD disk sem fylgir í pakkanum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024