Hljómplötuklúbburinn hittist í Hljómahöll
Skrafað um tónlist, skipst á plötum og plötur líka gefnar.
Nýverið var stofnaður hljómplötuklúbbur í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Að hinum standa vínylplötusafnarinn Ólafur Sigurðsson og Erlingur Björnsson, gítarleikar Hljóma.
Um er að ræða vikulegan viðburð þar sem þeir félagar ræða við fólk og svara spurningum um plötur, plötuspilara og annað skemmtilegt sem tengist slíku. Einnig ætla þeir að gefa þeim sem mæta plötur.
Viðburðurinn hefst kl. 16 og stendur yfir til kl. 18. Ókeypis er inn og allir áhugasamir velkomnir.