Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 17. maí 2003 kl. 20:24

Hljómar gefa út nýja plötu á þessu ári

,,Ég hef átt mér marga drauma sem allir hafa ræst," segir Rúnar Júlíusson tónlistarmaður. ,,Árið 1976 var ég til dæmis kominn í draum númer 999, sem var að gefa út sólóplötu. Hann rættist sama ár. Nú er ég í draumi númer 1.313, það er að Hljómar gefi út 12 ný lög í október næstkomandi, því þá verður hljómsveitin 40 ára. Það stefnir allt í að sá draumur sé að rætast."Rúnar segir öll tólf lögin á diskinum splunkuný og að honum verði fylgt eftir með tónleikum og skemmtilegum uppákomum í haust.

,,Svo þegar þessi draumur er fullkomnaður fer mig að dreyma nýjan, sem ég mun reyna að láta rætast. Það er lykilatriðið," segir Rúnar.

Fréttablaðið greinir frá í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024