Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hljómar fyrstir á Götu frægðarinnar
Þriðjudagur 19. ágúst 2003 kl. 16:04

Hljómar fyrstir á Götu frægðarinnar

Hljómar frá Keflavík fá fyrsta stjörnusporið á Götu frægðarinnar, sem formlega verður afhjúpuð í Reykjanesbæ á Ljósanótt. Þó nokkur umræða hefur skapast um þetta nýja listaverk eftir að upplýst var um það á stofnfundi miðbæjarsamtaka í gærkvöldi. Fjölmargar getgátur voru uppi um hver hljóti fyrsta stjörnusporið og því er það aðstandendum framkvæmdarinnar við Götu frægðarinnar ljúft að upplýsa nú að Hljómar fá fyrstu koparhelluna í götuna.Ástæða þess að Hljómar fá fyrstu helluna er sú að í ár á hljómsveitin 40 ára hljómlistarafmæli og það er óumdeilt að Hljómar komu Bítlabænum svo sannarlega á kortið og hafa verið góð auglýsing fyrir bæjarfélagið sl. 40 ár.

Útlit stjörnusporsins verður ekki gert opinbert fyrr en á Ljósanótt, þegar koparhellan verður afhjúpuð á gangstéttinni við Hafnargötuna að viðstöddum meðlimum sveitarinnar, nærri gatnamótum Tjarnargötu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024