Hljómar, skemmtiatriði og steikarveisla í Stapa
Laugardagskvöldið 9. nóvember verður mikið um að vera í Stapanum, en þá munu Hljómar leika fyrir dansi og söng- og leikkonurnar Selma Björnsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir munu skemmta gestum. Húsið opnar klukkan 20:00 og verður boðið upp á glæsilegt steikarhlaðborð með öllu tilheyrandi. Á eftir matnum munu Selma og Jóhanna Vigdís skemmta gestum og í kjölfarið munu Hljómar fara á svið og halda upp stemningu fram eftir nóttu. Síðast þegar Hljómar komu fram í Stapa var uppselt. Miðaverð á mat, skemmtiatriði og ball með Hljómum er aðeins 3.500 krónur, en það verður að teljast lítið miðað við það sem boðið er uppá. Búist er við mikilli ásókn og eru miðapantanir í síma 421-2526.