Hljóðneminn 2013-2014 afhentur í kvöld
Stærsti viðburður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja verður haldinn í kvöld, þegar Hljóðneminn 2013-2014 verður afhentur í Stapa/ Hljómahöllinni Reykjanesbæ. Átta atriði eru skráð til leiks og að sögn Elvu Daggar Sigurðardóttur, varaformanns NFS, verður um að ræða gríðalega flotta sýningu fyrir alla aldurshópa.
Brynballet Akdademían og DansKompaní munu dansatriði og Kiriyama Family mun spila í hléi. Kynnar kvöldsins verða strákarnir úr Mið-Íslandi, þeir Bergur Ebbi og Dóri DNA. Dómararnir sem munu úrskurða um sigurvegara Hljóðnemans verða Gunnella Hólmarsdóttir, Valdimar Guðmundsson (söngvari hljómsveitarinnar Valdimars) og Brynjar Leifsson, hljómsveitarmeðlimur í Of Monsters and Men.
Keppendur kvöldsins eru:
Helga Vala Garðarsdóttir
Sigurður Smári Hansson
Ástþór Sindri Baldursson
Svava Tanja Georgsdóttir
Sölvi Elísabetarson
Andrea Lind Hannah
Ólafur Guðmundsson
Ásdís Rán Kristjánsdóttir
Húsið opnar 19:30 og hefst keppnin 20:00.
Keppnin er haldin að hausti til í stað vors í þetta sinn. Það er vegna þess að fljótlega hefst undirbúningur fyrir söngleik á vegum skólans sem verður settur upp í vor.
Nánari upplýsingar um keppnina má finna á Fésbókarsíðu hér.
Mynd: Melkorka Rós Hjartadóttir, sigurvegari Hljónemans 2013.