Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hljóð- og myndbandsheimur Sigurðar Guðjónssonar í Suðsuðvestri
Mánudagur 30. ágúst 2010 kl. 13:51

Hljóð- og myndbandsheimur Sigurðar Guðjónssonar í Suðsuðvestri


Ljósanætursýning Suðsuðvesturs að þessu sinni verður sýningin „Skruð“ eftir vídeó- og hljóðlistamanninn Sigurð Guðjónsson. Sýningin verður opnið laugardaginn 4 september kl.15:00.

Á sýningunni umbreytir listamaðurinn Suðsuðvestur í allsherjar hljóð og myndbandsheim þar sem frystikista jarmar í kjallara, ísskápur tikkar á lofti og sótugir lampar skapa hljóðklasa í miðju húsinu.

Sigurður vefur saman ósamfelldum myndum, tónlist og hljóði sem öll hljóta sama vægi og umhyggju í meðförum hans og er því ef til vill betur við hæfi að kalla Sigurð tónskáld en vídeólistamann. Stundum eru það hljóðin sem Sigurður finnur innan rýmis sem leggja línurnar og hafa áhrif á aðra formlega og fagurfræðilega þætti, á meðan í öðrum tilfellum er það andrúmsloftið með öllum sínum möguleikum á skynjun sem keyrir verkið áfram. Það er engin fyrirfram gefin formúla sem hann styðst við. Nema hvað að hann leyfir alltaf samlífi myndar og hljóðs að móta endanlega útkomu verka sinna og virkjar á sýningunni "Skruð" húsið sjálft og umhverfi sem efnivið.

Sýningin stendur til 3. október.
Suðsuðvestur er opið um helgar frá kl.14:00 til kl.17:00 en einnig er hægt að fá að skoða sýninguna eftir samkomulagi ef haft er samband í síma 662 8785.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024