Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hleypur í minningu dóttur sinnar
Mánudagur 11. ágúst 2014 kl. 09:21

Hleypur í minningu dóttur sinnar

Sandra Valsdóttir ætlar að heiðra minningu Bryndísar Huldu dóttur sinnar með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu þann 23. ágúst næstkomandi. Sandra ætlar að hlaupa 10 km ásamt vinkonum sínum en þær hlaupa fyrir Neistann sem eru hagsmunafélag hjartveikra barna og aðstandendur þeirra.

Sandra helypur í minningu dóttur sinnar, Bryndísar Huldu, sem fæddist 26. Nóvember 2012 og lést þann 22.janúar 2014. Bryndís Hulda fæddist aðeins með hálft hjarta. Eftir að Bryndís fæddist tóku við aðgerðir í Svíþjóð, sem hefðu átt að vera 3-4 í heildina á þriggja ára tímabili. Svo fór ekki og sífellt tóku ný áföll við. Fjórða aukaaðgerðin gekk ekki sem skyldi og Bryndísi var haldið sofandi í þrjár vikur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir það tóku við rúmlega tveir mánuðir í viðbót á gjörgæslu í Svíþjóð og fjölmargar aðgerðir. „Þetta var orðið kapphlaup við tímann og því miður fór það svo að litla hjartað gafst upp þann 22 janúar. Í gegnum allar okkar þrekraunir hafa margir, bæði félög og einstaklingar staðið við bakið á okkur. Bryndísar er sárt saknað af öllum þeim sem náðu að kynnast henni,“ segir Sandra.

Þeir sem vilja styrkja Söndru og Neistann geta lagt málefninu lið með því að smella hérna.