Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Mannlíf

Hleypur í minningu dóttur sinnar
Mánudagur 11. ágúst 2014 kl. 09:21

Hleypur í minningu dóttur sinnar

Sandra Valsdóttir ætlar að heiðra minningu Bryndísar Huldu dóttur sinnar með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu þann 23. ágúst næstkomandi. Sandra ætlar að hlaupa 10 km ásamt vinkonum sínum en þær hlaupa fyrir Neistann sem eru hagsmunafélag hjartveikra barna og aðstandendur þeirra.

Sandra helypur í minningu dóttur sinnar, Bryndísar Huldu, sem fæddist 26. Nóvember 2012 og lést þann 22.janúar 2014. Bryndís Hulda fæddist aðeins með hálft hjarta. Eftir að Bryndís fæddist tóku við aðgerðir í Svíþjóð, sem hefðu átt að vera 3-4 í heildina á þriggja ára tímabili. Svo fór ekki og sífellt tóku ný áföll við. Fjórða aukaaðgerðin gekk ekki sem skyldi og Bryndísi var haldið sofandi í þrjár vikur.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Eftir það tóku við rúmlega tveir mánuðir í viðbót á gjörgæslu í Svíþjóð og fjölmargar aðgerðir. „Þetta var orðið kapphlaup við tímann og því miður fór það svo að litla hjartað gafst upp þann 22 janúar. Í gegnum allar okkar þrekraunir hafa margir, bæði félög og einstaklingar staðið við bakið á okkur. Bryndísar er sárt saknað af öllum þeim sem náðu að kynnast henni,“ segir Sandra.

Þeir sem vilja styrkja Söndru og Neistann geta lagt málefninu lið með því að smella hérna.

Dubliner
Dubliner