Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hlaut verðlaun fyrir þátttöku í eldvarnarátaki
Föstudagur 27. febrúar 2004 kl. 10:34

Hlaut verðlaun fyrir þátttöku í eldvarnarátaki

Andrea Lind Hannah, nemandi í 3. GH í Heiðarskóla hlaut í gær verðlaun fyrir þátttöku í eldvarnarátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem haldið var í grunnskólum landsins í nóvember. Í eldvarnarátakinu eru 8 ára nemendum kynntar eldvarnir og þeir hvattir til að hjálpa foreldrum að huga að eldvörnum á sínu heimili. Nemendurnir svöruðu spurningablaði þar sem ýmsar spurningar voru um eldvarnir og var nafn Andreu Lindar dregið úr réttum svörum. Hún hlaut í verðlaun ferðageislaspilara, reykskynjara og tímaritið Slökkviliðsmaðurinn.

Myndin: Jón Guðlaugsson varaslökkviliðsstjóri og Hjörleifur Ingólfsson eldvarnaeftirlitsmaður afhenda Andreu verðlaunin í Heiðarskóla í gær. Nemendurnir í bekknum voru áhugasamir um verðlaunin sem Andrea hlaut.
VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024