Hlaut verðlaun fyrir bestu stuttmyndina
Kristín Lea Sigríðardóttir er ung stelpa úr Keflavík sem um síðustu helgi útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Ísland. Útskriftarverkefni Kristínar var stuttmyndin Takk fyrir mig sem sýnd var í Bíóparadís við Hverfisgötu á föstudeginum. Á laugardeginum við útskriftina fór svo fram verðlaunaafhending þar sem Kristín og hennar fylgdarlið hlutu verðlaun fyrir bestu stuttmyndina en alls voru um 25 myndir í þeim flokki og því verður þetta að teljast frábær árangur.
„Ég tileinkaði verðlaunin vini okkar allra krakkana heima sem féll frá nú fyrir skömmu þegar ég hélt þakkarræðuna mína.Verðlaunin sjálf tel ég klárlega vera hvattning fyrir okkur Önnu (Hafþórsdóttur) að halda áfram að hafa trú því sem við erum að gera sem listamenn halda áfram að skapa,“ sagði Kristín Lea í samtali við VF.
Mynd: Eygló Gísladóttir