Hjörtur í fimm daga afmælis-hringferð
Einn mesti fjallagarpur Suðurnesja, Hjörtur Sigurðsson 60 ára. Hann ákvað í tilefni afmælisins að taka hring um landið og hófst ferðin í Ártúnbrekkunni stundvíslega klukkan 06:00 á afmælisdaginn. Stefnt er að því að hringferðin taki fimm daga og er mönnum velkomið að slást í hópinn hvenær og hvar sem er ef þeir sjá til Hjartar. Hann hefur kallmerkið Hjörtur á CB.