Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 12. júní 2003 kl. 11:15

Hjördís á Mynd mánaðarins

Mynd mánaðarins í Kjarna, Hafnargötu 57, er eftir Hjördísi Árnadóttur. Hjördís Árnadóttir er fædd í Reykjavík 28. desember 1952. Á fyrsta aldursári flutti hún til Reykjanesbæjar og hefur verið búsett þar síðan. Hjördís hefur lengi haft áhuga á listum og var m.a. í stjórn Leikfélags Keflavíkur í mörg ár en síðustu 7 árin hefur hún nánast alveg helgað myndlistinni frístundatíma sinn.Hjördís starfaði með Baðstofunni, áhugahópi um myndlist, í mörg ár og var formaður hennar í tvö ár. Hjördís er nú formaður Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ og hefur gegnt formennsku þar frá 2001.

Hjördís hefur sótt fjölda námskeiða og m.a. notið handleiðslu eftirtalinna myndlistarmanna: Eiríks Smith, Jóns Gunnarssonar, Margrétar Jónsdóttur, Jóns Ágústs Pálmasonar, Reynis Katrínarsonar, Sossu, Kristins Pálmasonar, Eiríks Árna Sigtryggssonar og Ástu Árnadóttur.

Hjördís hefur tekið þátt í fjölda samsýninga með Baðstofunni og félögum úr Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ. Einnig hafa hún og sonur hennar Rúnar Jóhannesson haldið samsýningu í Frumleikhúsinu í Keflavík.
Hjördís sýnir þessa dagana verk sín í Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36 í Reykjanesbæ og er sýningin opin virka daga frá kl. 10.00 -16.00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024