Hjólahringnum lokið, vel heppnuð kirkjuferð
Það var ánægður hópur kirkjugesta sem hjólaði inn í Hafnir uppú klukkan þrjú í dag. Þeir sem byrjuðu að hjóla í Keflavík voru þá búnir að leggja að baki 42,3 km.
Erfiðasti kaflinn var Ósabotnavegurinn um 3-4 km langur malarvegur.
Áður en hópurinn lagði af stað frá Keflavíkurkirkju í morgun var farið yfir hvers ber að gæta þegar margir hjóla saman.
Þuríður Árnadóttir, frá Keflavík benti fólki á að hjóla í röð til að forðast slys og ef að þyrfti að stoppa þá átti að sveigja fyrst úr röðinni og stoppa svo. Þuríður hefur mikla reynslu af hjólreiðum og voru þetta gagnlegar ábendingar. Sumir voru að hjóla í fyrsta skiptið í hóp.
Kirkjuvogskirkja í Höfnum var síðasti áfangastaðurinn áður en hópurinn lokaði hringnum. VF/IngaSæm