Hjólað um Reykjanesið í kvöld
Reykjanesgönguferðir hjóla í kvöld miðvikudaginn 13. júlí frá Reykjanesbæ um Ósabotna í gegnum Sandgerði og til baka til Reykjanesbæjar, u.þ.b. 42 km leið.Veðurspáin er góð til hjólreiða.
Reynir Sveinsson leiðsögumaður og sagnamaður tekur á móti hópnum í Hvalsnesi og segir söguna af staðnum og kirkjunni. Liðsmenn björgunarsveitarinnar Suðurnes fylgja hópnum á bíl og hjálpa ef á þarf að halda.
Mæting SBK Grófin 2-4 Reykjanesbær kl 19:00 kostaður enginn.
Leiðsögumaður verður Rannveig Garðarsdóttir